Fara í efni
Dags Tími
04 .sep '16 14:00
05 .sep '16
06 .sep '16
07 .sep '16
08 .sep '16
09 .sep '16
10 .sep '16
11 .sep '16
12 .sep '16
13 .sep '16
14 .sep '16
15 .sep '16
16 .sep '16
17 .sep '16
18 .sep '16
19 .sep '16
20 .sep '16
21 .sep '16
22 .sep '16
23 .sep '16
24 .sep '16
25 .sep '16
26 .sep '16
27 .sep '16
28 .sep '16
29 .sep '16
30 .sep '16
01 .okt '16
02 .okt '16
03 .okt '16
04 .okt '16
05 .okt '16
06 .okt '16
07 .okt '16
08 .okt '16
09 .okt '16
10 .okt '16
11 .okt '16
12 .okt '16
13 .okt '16
14 .okt '16
15 .okt '16
16 .okt '16
17 .okt '16
18 .okt '16
19 .okt '16
20 .okt '16
21 .okt '16
22 .okt '16
23 .okt '16
24 .okt '16
25 .okt '16
26 .okt '16
27 .okt '16
28 .okt '16
29 .okt '16
30 .okt '16
31 .okt '16
01 .nóv '16
02 .nóv '16
03 .nóv '16
04 .nóv '16
05 .nóv '16
06 .nóv '16
07 .nóv '16
08 .nóv '16
09 .nóv '16
10 .nóv '16
11 .nóv '16
12 .nóv '16

Léttur og skemmtilegur göngutúr með fjörugum og einlægum frásögnum akureyskra kvenna. 

 

"Það er stór gjöf að fá að endurfæðast á nýjum stað, gjöf sem okkur langar til að gefa ykkur innfæddum Akureyringum. Verið opin, verið óhrædd, verið velkomin á leiðsögn fyrir innfædda."

 

Sýningin er óvenjuleg því hún hefst með gönguferð frá Hofi Menningarhúsi undir leiðsögn akureyskra kvenna sem allar eru af erlendu bergi brotnar. Gengið verður að Samkomuhúsinu en þar tekur við fjölbreytt dagskrá til heiðurs akureyskri menningu. Hér er gestum því boðið upp á einstaka leikhúsupplifun þar sem spennandi verður að sjá og heyra hversu glöggt „gests“ augað er og hvort hægt verður að svara spurningunni um hver sé hin akureyska menning, en það er sú spurning sem hefur verið leiðarljós kvennanna í vinnuferli verksins. 

Sýning Borgarasviðsins er leið Menningarfélagsins til þess að gefa borgurum á Akureyri tækifæri til að velta upp spurningunni um samfélagið sem þeir lifa og hrærast í og leita svara við þeim með vinnuaðferðum leikhússins. 

 

Listrænir stjórnendur eru þær Aude Busson og Vala Höskuldsdóttir.

Borgarasviðið - Leiðsögn fyrir innfædda er 319. sviðsetning Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarhúsið Hof.