Fara í efni
Við erum sögurnar sem við segjum okkur sjálf um okkur sjálf. Þegar við stöndum á sviðinu sjáum við leikhúsið með öðrum augum og jafnvel heiminn.
Dags Tími
27 .maí '16 20:00
28 .maí '16
Verð: 2500

Borgarasviðið - Leiðsögn fyrir innfædda er óvenjuleg sýning  að því leyti að hún hefst með gönguferð frá Hofi Menningarhúsi undir leiðsögn akureyskra kvenna. Gengið verður að Samkomuhúsinu en þar tekur við fjölbreytt dagskrá til heiðurs akureyskri menningu. Hér er því gestum boðið uppá einstaka leikhúsupplifun þar sem spennandi verður að sjá og heyra hversu glöggt "gests" augað er og hvort hægt verður að svara spurningunni um hver sé hin akureyrska menning?

Sýning Borgarasviðsins er leið Menningarfélagsins til þess gefa borgurum á Akureyri tækifæri til að velta upp spurningum um samfélagið sem þeir lifa og hrærast í og leita svara með meðölum og vinnuaðferðum leikhússins. Aude Busson og Vala Höskuldsdóttir hafa leitt hóp akureyskra kvenna  undanfarna mánuði og nú er lokaspretturinn hafin fyrir frumsýningu. Spurningin "hvað er akureyrsk menning?" hefur verið leiðarljós kvennanna í vinnuferlinu.  

Einungis verða tvær sýningar og takmarkaður fjöldi miða í boði. Miðaverð er 2500 krónur.

Vetrardagskrá Menningarfélags Akureyrar lýkur með sviðsetningu Leikfélags Akureyrar á Borgarasviðið - Leiðsögn fyrir innfædda. Sviðsetningin er  í samstarfi við Menningarhúsið Hof. Frumsýningin er þann 27.maí  kl 20:00

Listrænir stjórnendur 

Aude Busson 

Vala Höskuldsdóttir

 

Borgarasviðið - Leiðsögn fyrir innfædda  er 319. sviðsetning Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarhúsið Hof.