Fara í efni
Dags Tími
16 .jún '16 20:00

Arctic Opera heldur ítalska söngveislu í Hofi 16. júní kl. 20.00. Arctic Opera samanstendur af hópi norðlenskrar stórsöngvara sem hafa hreinlega slegið í gegn að undanförnu með frábærum og kröftugum söng og skemmtilegum léttleika á tónleikum. Meðal söngvara er hinn svokallaði Pavarotti norðursins, Gísli Rúnar Víðisson sem hreppti Pavarotti verðlaun í Hörpu á þessu ári. Að sinni er ferðinni heitið til Ítalíu og munu helstu söngperlur frá þessari vöggu söngsins heyrast hjá þessum söngvurum. Michael Jón Clarke, sem er listrænn stjórnandi hópsins og söngkennari þeirra, mun sjá um léttar en fróðlegar kynningar og einnig syngja sjálfur, en í hópnum eru 14 söngvarar af öllum stærðum og raddgerðum. Ítalski sendiherrann verður heiðursgestur kvöldsins og eru tónleikarnir í boði ítalska sendiráðsins. Meðleikarar eru Thomas Higgerson á píanó og Daniele Basini á gítar.