Leiklistarskóli LA

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar eða LLA hefur verið starfandi frá því árið 2009. Fjöldi nemenda hefur streymt í gegnum námið sem sett er upp í aldursskiptum  námskeiðum. Um 75 nemendur sækja skólann á hverju misseri og hafa margir hverjir verið með frá upphafi. Skólinn er ætlaður börnum og unglingum í 4. - 10. bekk grunnskóla. Skólasókn er  60 til  90 mínútna kennslustundir einu sinni í viku í 10 skipti á hvorri önn. Hverju misseri lýkur með kynningu eða sýningu og er þá tímasókn jafnan aukin. Kennslan fer fram í Menningarhúsinu Hofi  eða Samkomuhúsinu. 

Skólinn leggur áheyrslu á sviðslistir í sem víðastri merkingu. Nú á haustönn 2017 mun leiklistarskólinn heiðra 100 ára afmæli Leikfélags Akureyrar með því glæsilegri lokasýningu í Samkomuhúsinu. 

Haustönn2017-Opnað fyrir skráningu í ágúst.