Fara í efni

Þetta er grín á leið í Hörpuna, án djóks

Menningarfélag Akureyrar mun senn fara með verkið Þetta er grín, án djóks í leikferð í höfuðborgina, en leikritið verður flutt í Eldborgar-sal Hörpu þann 28.nóvember. Þetta er grín án djóks, er sviðsetning Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarhúsið Hof og er samið af þeim Dóra DNA og Sögu Garðarsdóttur sem jafnframt leika aðalhlutverkin. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson.

Verkið fjallar um tvo uppistandara sem búa saman og eiga erfitt með að fóta sig í brothættu og rétthugsandi samfélagi nútímans. Hefur verkið hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda og verið sýnt fyrir fullu húsi Í Hofi í allt haust. Nú gefst höfuðborgarbúum loks tækifæri til að sjá verkið, en aðeins þessi eina sýning er fyrirhuguð í Reykjavík. Miðasala er hafin og hægt er að nálgast miða á vef Hörpu og á tix.is

Til baka