Fara í efni

SumarJAZZ hefst með Richard Anderson

SumarJAZZ í Hofi hefst með tónleikum með Richard Anderson NOR sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl,  kl.  20.00.

Það eru þeir Richard Andersson bassaleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Matthías Hemstock trommuleikari sem skipa tríóið. Þeir hafa spilað saman í 3 ár og haldið rúmlega 60 tónleika í Færeyjum, Íslandi og Danmörku.

 Á efnisskrá tónleikanna eru lög eftir Richard og Óskar sem einkennast af skýrri og hnitmiðaðri lagrænni sýn. Um leið er hljóðfæraleikurinn margbrotinn og fer á köflum út fyrir hefðbundin mörk. Markmið þessara þriggja tónlistarmanna er að flytja lög sem eru í grunninn melódísk og ljóðræn en gefa þeim um leið tækifæri til að leita inn á tilraunakenndari svið í persónulegri nálgun sinni.

 Tónleikar þeirra hér eru haldnir í tilefni af útgáfu fyrstu hljómskífu þess en þeir hefja tónleikaferð sína í Reykjavík og fara þaðan á Vestfirði, Norður- og Suðurland nú í apríl.

18.4. Danska Sendiráðið í Reykjavík (aðeins fyrir boðsgesti)

19.4. Edinborgarhúsið á Ísafirði

20.4. Hof, Akureyri

21.4. Alþýðuhúsið, Siglufirði

22.4. Jazzhátíð Garðabæjar

23.4. Bryggjan Kaffihús, Grindavík

 

SumarJAZZ tónleikaröðin í Hofi er samstarf Menningarfélags Akureyrar og 1862 Nordic Bistro.

Tryggðu þér miða hér.

Til baka