Fara í efni

STRENGIR Í HÁVEGUM Sinfónískir tónleikar í Hömrum

Strengir í hávegum eru tónleikar sem Sinfóníuhljómsveit norðurlands heldur í Hömrum í Hofi á næstkomandi sunnudag 12. mars. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.

Þetta eru þrjú ómótstæðileg verk fyrir strengjasveit í flutningi strengjasveitar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.

 „Dulúðlegur Pärt, exótískur Rota, tær og sindrandi Tchaikovsky.“

Þeir Arvo Pärt, Nino Rota og Tchaikovsky eiga það allir sameiginlegt að vera sannkallaðir meistarar þegar kemur að skrifum fyrir strengjasveit, hver á sinn sérstaka hátt. Það gerir þessa efnisskrá afar fjölbreytta þrátt fyrir að hún sé aðeins leikin af strengjaleikurum fyrir utan einn slagverksleikara í verki Pärt. Avro Pärt leikur sér með ískaldan hljóm yfirtónanna á meðan Nino Rota leikur á hlýja og ástríðufulla liti fiðlunnar. Skýran og tæran hljóm Tchaikovkys þekkja allir unnendur klassískrar tónlistar.

Guðmundur Óli Gunnarsson var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands um árabil. Það er hljómsveitinni sannur heiður að fá Guðmund aftur sem stjórnanda á þessum tónleikum.

Tónleikar sem enginn sinfóníuannandi má láta fram hjá sér fara.

Hægt að kaupa miða hér.

Til baka