Fara í efni

Mozart-veisla með SN og skærustu stjörnum klassíkrar tónlistar á Íslandi

Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á þessu starfsári eru afar forvitnilegir. Þeir verða sannkölluð Mozart-veisla með skærustu stjörnum klassískrar tónlistar á Íslandi í dag þeim Daníel Bjarnasyni hljómsveitarstjóra og Evu Guðnýju Þórarinsdóttur fiðluleikara. Flutt verður hin fallega og dularfulla sinfónía nr. 40 í g-moll, fiðlukonsert nr. 5 í A-dúr og forleikurinn af Brúðkaupi Figarós.

Hægt er að nálgast miða á mak.is og í miðasölu MAK í menningarhúsinu Hofi, en hún er opin milli kl 12 og 18 og þremur klukkustundum fyrir tónleikana.

Til baka