Fara í efni

Menningarfélagið í samstarfi við Sparisjóð Höfðhverfinga

Í haust var undirritaður samningur um samstarf við Sparisjóð Höfðhverfinga. Samkvæmt þessum samningi er Sparisjóðurinn helsti styrktaraðili Fjölskylduleikritsins Núnó og Júníu sem frumsýnt verður 18. febrúar í Hofi.

Núnó og Júnía er nýtt íslenskt leikrit fyrir börn og unglinga úr smiðju Sigrúnar Huldar Skúladóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur. Þær eru einnig höfundar leikgerðar Pílu Pínu sem sló rækilega í gegn á síðasta leikári. Sara Martí leikstýrði jafnframt uppsetningunni og hefur fengið til liðs við sig stóran hluta þess listræna teymis sem skapaði undraheim Pílu í sviðsetningu MAk í Hamraborg. Núnó og Júnía verður mikið sjónarspil hlaðið leikhústöfrum og sjónhverfingum.

Núnó og Júnía er einn af mörgum viðburðum í metnaðarfullri dagskrá MAk fyrir ungt fólk og börn. En eins og fyrr segir þá er sérstakur styrktaraðili sýningarinnar Sparisjóður Höfðhverfinga. Við kunnum honum þakkir fyrir að styðja við framleiðslu á metnaðarfullum viðburði fyrir fjölskyldur á Norðurlandi. 

 

Kaupa miða og nánar um Núnó og Júníu hér.

Til baka