Fara í efni

Jazztríó Ludvigs Kára með tónleika í Hofi

Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir jazztónleikum í Nausti hér í Hofi föstudaginn 31. mars kl. 12. Að þessu sinni er það Jazztríó Ludvigs Kára ásamt gestum sem stíga á stokk og frumflytja tónlist eftir Ludvig. Þeir sem koma fram ásamt honum eru Stefán Ingólfsson á bassa, Rodrigo Lopez á trommur, Ella Vala Ármannsdóttir á trompet, Petrea Óskarsdóttir á flautu, Gert-Ott Kuldpärg á saxófón og Þorkell Ásgeir Jóhannsson á básúnu.

Þetta er stórviðburður í akureyrsku tónlistarlífi þar sem langt er síðan haldnir hafa verið jazztónleikar með tónlist saminni hér í bæ og flutt af norðlenskum listamönnum. Tónlist Ludvigs Kára flokkast sem aðgengilegur melódískur fönkjazz.

Miðasala á mak.is Miðaverð 1500 krónur.

Félagar Tónlistarfélagsins fá 20% afslátt af miðaverði.

Til baka