Fara í efni

Hressandi spilandi Úlfar á leiðinni norður!-Hannes og Smári í Samkomuhúsinu

Þann 7. október frumsýndu Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar  samstarfsverkefnið sitt leikritið Hannes og Smári. Leikritið  er stórsýning á Litla sviði Borgarleikhússins. Viðtökur áhorfenda hafa  verið frábærar og miðarnir rjúka út. Sýningin hefur fengið alveg frábæra dóma og meðal annars segir  Dagný Kristjánsdóttir, gagnrýnandi, Hugrás - Vefrit Hugvísindasviðs HÍ: "Skemmst er frá að segja að áhorfendur grétu af hlátri og ég hef enga trú á öðru en að þessi sýning verði ákaflega vinsæl. Guðrún Baldursdóttir, gagnrýnandi Víðsjár sagði "Húmorinn er alls ráðandi - skemmtileg kvöldstund fyrir áhorfendur." og kollegi hennar Silja Aðalsteinsdóttir, gagnrýnandi TMM, sagði um sýninguna "Þetta er hressandi skemmtun." 

Hannes og Smári koma norður í nóvember og sýna tvær helgar í Samkomuhúsinu. Þeir lofa „eldfjörugri kvöldstund með leiklist, ljóðum, bardagalist og frumsaminni, óútgefinni tónlist“ svo vitnað sé í þá sjálfa.  Félagarnir fara, að eigin sögn, með áhorfendur í „listrænan rússíbana, segja sögur um uppruna sinn, líf og áhrifavalda - þetta eru leiftrandi sögur, dramatískar og ágengar en um leið fyndnar.“  Í tengslum við sýninguna gefa þeir Hannes og Smári út splunkunýjan geisladisk sem ber nafnið „Kíldu mig kaldan“ og verður til sölu í forsal Samkomuhússins á 2.200 krónur.

Sýningarnar verður sýndar Samkomuhúsinu föstudaginn 18.nóvember,  laugardaginn 19.nóvember, föstudaginn 25. nóvember og laugardaginn 26. nóvember.  Tryggðu þér miða á mak.is

 

 

Til baka