Fara í efni

Allt frá Beethoven til Bjarkar

Föstudaginn 24. júlí kl 14 halda Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Jón Sigurðsson píanóleikari tónleika í
Hömrum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Á efnisskrá eru verk eftir Beethoven, kventónskáldin
Paradis, Clarke, Jórunni Viðar og Björk og argentínskur tangó eftir Piazolla.


Ásdís Arnardóttir stundaði framhaldsnám í sellóleik við Boston University með styrk í gegnum
Fullbright stofnunina og lauk þaðan meistaraprófi. Áður hafði hún stundað nám í Barcelona og
Tónlistarskólanum í Reykjavík. Ásdís hefur verið búsett á Akureyri frá 2007 og kennir selló og
kontrabassaleik og stjórnar strengjasveitum. Hún leikur með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,
Barokksmiðju Hólastiftis og tekur þátt í margvíslegu tónlistarstarfi.
Jón Sigurðsson hefur lokið meistaraprófi í píanóleik frá Arizona State University í Bandaríkjunum,
burtfarar- og píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og meðleikaranámi frá Söngskóla
Sigurðar Demetz. Auk þess hefur hann kynnt sér Funktionale Methode. Jón hefur haldið
einleikstónleika regulega og komið fram með fjölmörgum hljóðfæraleikurum og söngvurum.
Polarfonia Classics hefur gefið út tvo geisladiska þar sem Jón leikur m.a. verk eftir Scriabin, Barber,
Schumann, Mozart, Strauss.

Ásdís og Jón byrjuðu að spila saman í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þau koma nú saman eftir
nokkurra ára hlé og er það mikið tilhlökkunarefni. Það er Tónlistarfélag Akureyrar í samstarfi við
Menningarfélag Akureyrar sem stendur að þessum tónleikum. Miðaverð er 2900 krónur.

Til baka